09.12.1968
Sameinað þing: 18. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 2193 í B-deild Alþingistíðinda. (2249)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur haft til athugunar kjörbréf Sigurðar Grétars Guðmundssonar pípulagningameistara, Kópavogi, 2. varaþm. Alþb. í Reykjaneskjördæmi, en eins og fram kemur í bréfi Gils Guðmundssonar, 5. þm. Reykn., er 1. varamaður Alþb. í því kjördæmi ekki staddur hérlendis og hefur kjörbréfanefnd fengið það staðfest. N. mælir því með því, að kosningin verði tekin gild og kjörbréfið samþykkt.