13.03.1969
Efri deild: 58. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 2197 í B-deild Alþingistíðinda. (2263)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

forseti (JR):

Borizt hefur svo hljóðandi bréf frá Þorvaldi Garðari Kristjánssyni til forseta Ed.: „Samkvæmt beiðni Péturs Benediktssonar bankastjóra, 4. þm. Reykn., sem er á förum til útlanda í opinberum erindum, leyfi ég mér, með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis, að óska þess, að varamaður hans, Axel Jónsson bæjarfulltrúi, taki á meðan sæti hans á Alþingi.“

Ég leyfi mér að bjóða Axel Jónsson velkominn til starfa hér í hv. þd. Kjörbréf hans hefur áður verið rannsakað og afgr. í hv. Alþingi.