19.12.1968
Efri deild: 39. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 2206 í B-deild Alþingistíðinda. (2292)

Þingsetning

Ólafur Jóhannesson:

Ég vil fyrir hönd okkar þdm. þakka hv. forseta góðar óskir í okkar garð. Um leið og ég óska honum og hans fjölskyldu gleðilegra jóla og góðs og farsæls nýs árs, vil ég þakka honum fyrir góða fundarstjórn og ánægjulegt samstarf við okkur þdm. það sem af er þingtíma. Ég leyfi mér að láta í ljós þá ósk, að við megum öll heil hittast hér aftur að þingfrestun lokinni. Ég vil biðja yður, hv. þdm., að taka undir þessi orð mín með því að rísa úr sætum. — [Dm. risu úr sætum.)