19.12.1968
Efri deild: 36. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 227 í B-deild Alþingistíðinda. (240)

22. mál, stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Frsm. (Sveinn Guðmundsson):

Herra forseti. Frv. til l. um heimild fyrir ríkisstj. til að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingar og viðauka við stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er sent til Ed. frá Nd., þar sem það var samþykkt samhljóða. Er hér um að ræða heimild fyrir hæstv. ríkisstj. til að undirrita sérstök yfirdráttarákvæði, sem eiga að verða til þess að örva alþjóðaviðskipti, þótt gullforði standi ekki fullkomlega að baki, eins og nú hefur verið regla. Við þessa breyt. laganna fá Íslendingar aukna möguleika til þess að notfæra sér yfirdráttarheimild hjá sjóðnum, og það er að sjálfsögðu mikils virði, eins og nú stendur á í gjaldeyrismálum okkar. Fjhn. Ed. hefur haft þetta frv. til athugunar og skilar n. áliti á þskj. 210. N. hefur samhljóða mælt með samþykkt frv.