17.12.1968
Neðri deild: 31. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 228 í B-deild Alþingistíðinda. (248)

115. mál, verðlagsmál

Frsm. meiri hl. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Fjhn. þessarar hv. d. hefur haft frv. þetta til athugunar, en eigi getað orðið sammála um afgreiðslu málsins. Eins og fram kemur á þskj. 187, leggur meiri hl. n. til, að frv. verði samþ., en með breytingum. Það er upplýst, að það fer fram á vegum viðskmrn. athugun og endurskoðun á verðlagsmálum og mun n. sú, sem að þessum málum hefur starfað, senn ljúka störfum, og taldi meiri hl. n. í samráði við viðskmrh. því rétt, að sú skipan mála, sem samþ. var á síðasta Alþ., yrði aðeins framlengd um eins árs skeið. Flytur meiri hl. n. tvær brtt.

Við fyrri gr. frv., þar sem stendur: „Viðskmrh. skipar nefndina til 4 ára í senn,“ síðasti málsl. 1. málsgr., standi aðeins: Viðskmrh. skipar nefndina.

2. gr. frv. orðist þannig: Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1969 og gilda til 31. des. 1969.

Þegar málið var til umr. í n., voru gerðar fsp., eins og fram kemur á þskj. 190, þ.e.a.s. nál. frá minni hl. fjhn., hv. 1. þm. Norðurl. v. Þessar upplýsingar hefur hv. þm. fengið, og ég sé ekki ástæðu til að lesa upp svar verðlagsstjórans, læt honum það eftir, er hann gerir grein fyrir afstöðu sinni til málsins.

Meiri hl. n. leggur til, herra forseti, að frv. verði samþ. með þeim breytingum, sem hann flytur á þskj. 187.