19.12.1968
Efri deild: 36. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 240 í B-deild Alþingistíðinda. (264)

115. mál, verðlagsmál

Frsm. (Sveinn Guðmundsson):

Herra forseti. Frv. til l. um breyt. á l. um verðlagsmál nr. 54 frá 14. júní 1960 er komið frá Nd. Er hér einvörðungu um framlengingu nefndra laga að ræða. Gert hafði verið ráð fyrir óbreyttri skipan verðlagsnefndar næstu fjögur ár, en hv. Nd. ákvað gildistíma til loka ársins 1969 eða til eins árs, en þá er gert ráð fyrir, að lokið sé framtíðarskipan þeirra mála, sem nú er unnið að. Samkvæmt þessum lögum eiga sæti í verðlagsnefnd þrír fulltrúar Alþýðusambands Íslands, tveir frá Vinnuveitendasambandi Íslands, einn frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, einn frá Sambandi ísl. samvinnufélaga, einn frá Verzlunarráði og ráðuneytisstjóri viðskmrn., sem er form. n. Fjhn. d. mælir með, að þetta frv. verði samþ. óbreytt og skilar nál. á þskj. 212.