20.02.1969
Neðri deild: 53. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 410 í C-deild Alþingistíðinda. (2647)

90. mál, greiðslufrestur á skuldum bænda

Ágúst Þorvaldsson:

Herra forseti. Það urðu hér nokkrar umr. um þetta mál, þegar það var á dagskrá fyrir nokkrum dögum. Hæstv. landbrh. flutti þá hér nokkuð langa ræðu og kom víða við í máli sínu. Ég tel, að ég verði að gera nokkrar athugasemdir við ýmislegt af því, sem fram kom hjá honum. Mér þykir nú verst, að ég sé, að ráðherrann hefur gengið frá, og vonast til, að hann verði hér viðstaddur, á meðan ég segi þessi fáu orð. Vill ekki hæstv. forseti gera ráðstafanir til þess að sækja ráðherrann? (Forseti: Forseti hefur þegar gert ráðstafanir til þess.) Ég ætla að hinkra þá aðeins. — — — (Forseti: Það mun standa þannig á fyrir hæstv. landbrh., að hann á óhægt um vik að koma alveg á stundinni. Ég vil því spyrja hv. þm., hvort hann treysti sér ekki til að halda áfram máli sínu.) Ja, þetta, sem ég ætlaði að segja, var athugasemd við ræðu hæstv. landbrh., og ég kann illa við að flytja það hér að honum fjarstöddum. (Forseti: Ég vil þá bjóða hv. þm., að málinu verði frestað.) Það skal ég þiggja.