26.02.1969
Sameinað þing: 33. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 121 í D-deild Alþingistíðinda. (2990)

106. mál, endurskoðun lagaákvæða um meðlagsgreiðslur

Flm. (Bragi Sigurjónsson):

Herra forseti. Till. sú, sem hér er flutt um endurskoðun lagaákvæða um meðlagsgreiðslur, er flutt að beiðni Sambands ísl. sveitarfélaga og hljóðar svo:

Alþ. ályktar að fela ríkisstjórninni að láta endurskoða gildandi lagaákvæði um meðlagsgreiðslur í því skyni að gera reglur um þær einfaldari, en þær eru nú. Verði stefnt að því, að endurskoðun þessari ljúki það tímanlega, að unnt verði að leggja fyrir næsta reglulegt Alþ. frumvarp eða frumvörp til laga um þetta efni. Leitað verði samvinnu við Samband ísl. sveitarfélaga um endurskoðun þessa.“

Með þessari till. fylgir allýtarleg grg., en þar kemur ljóslega fram, hver er ástæða Sambands ísl. sveitarfélaga fyrir flutningsbeiðninni. Þar sem hv. þdm. hafa ugglaust kynnt sér grg., sé ég ekki ástæðu til að rekja hana nánar, en legg til, að umr. verði frestað og málinu vísað til allshn.