10.10.1968
Sameinað þing: 0. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í B-deild Alþingistíðinda. (3)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfs

Aldursforseti (Sigurvin Einarsson):

Alþingi hefur borizt bréf frá hv. 3. þm. Austf., Jónasi Péturssyni. dags. 8. þ. m., svo hljóðandi:

„Ég get ekki mætt á Alþ. nú um skeið vegna annarra starfa. Óska ég því þess með tilvísun í stjórnarskrá og kosningalög, að 1. varaþm. Sjálfstfl. í Austurlandskjördæmi, Sverrir Hermannsson viðskiptafræðingur, Reykjavík, taki sæti mitt á Alþingi í fjarveru minni.

Virðingarfyllst.

Jónas Pétursson.“

Þá hefur Alþ. borizt svo hljóðandi bréf:

„Samkv. beiðni Gunnars Gíslasonar, hv. 2. þm. Norðurl. v., sem nú er bundinn heima vegna embættisstarfa, leyfi ég mér, með skírskotun til 138. gr. 1. um kosningar til Alþ., að óska þess, að varamaður hans, Eyjólfur K. Jónsson ritstjóri, taki á meðan sæti hans á Alþingi.

Virðingarfyllst,

Þorv. Garðar Kristjánsson.“

Aldursforseti kvaddi sér til aðstoðar sem fundarskrifara þá Pál Þorsteinsson, 2. þm. Austf., og Bjartmar Guðmundsson, 11. landsk. þm.

Kjörbréf Eyjólfs K. Jónssonar hafði áður verið rannsakað, og tók hann þegar sæti á þingi, en kjörbréf Sverris Hermannssonar hafði ekki áður verið rannsakað, og urðu þm. því að skipa sér í kjördeildir.

Urðu kjördeildir þannig skipaðar:

1. kjördeild:

AuA, BGr, BBen, BFB, BrS, EÁ, FÞ, GíslG, GÞG, IngJ, JónÁ, JÞ, JR, MJ, MÁM, PÞ, PS, SE, SP, SvJ.

2. kjördeild:

ÁB, BK, BGuðm, BP, EggÞ, EystJ, GilsG, EKJ, HV, JóhH, JSk, SvH, LJós, MB, ÓlJ, PB, SI, SV, SvG, ÞÞ.

3. kjördeild:

ÁÞ, BF, BGuðbj, EðS, EmJ, GeirG, GuðlG, HS, IG, JÁH, JónasÁ, KGuðj, MK, ÓB, PJ, SB, SkG, StG, VH.

Fyrir lá að rannsaka kjörbréf Sverris Hermannssonar og á meðan var gert fundarhlé, en að rannsókn lokinni var fundi fram haldið.