21.11.1968
Sameinað þing: 14. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 203 í D-deild Alþingistíðinda. (3118)

62. mál, vantraust á ríkisstjórnina

Forseti (BF):

Hver þingflokkur fær 50 mínútna ræðutíma, sem skiptist í þrjár umferðir, fyrsta 20 mín., önnur 20 mín og hin þriðja 10 mín. Röð flokkanna er þessi: Framsfl. Sjálfstfl., Alþb. og Alþfl. Af hálfu Framsfl. tala Ólafur Jóhannesson, Ingvar Gíslason, Ágúst Þorvaldsson og Tómas Karlsson, af hálfu Sjálfstfl. Bjarni Benediktsson, Ólafur Björnsson, Steinþór Gestsson og Matthías Bjarnason, af hálfu Alþb. Lúðvík Jósefsson, Eðvarð Sigurðsson og Karl Guðjónsson, af hálfu Alþfl. Gylfi Þ. Gíslason, Eggert G. Þorsteinsson, Bragi Sigurjónsson og Benedikt Gröndal.

Hefst þá umr. og til máls tekur af hálfu Framsfl. fyrri flm. vantrauststill., hv. 3. þm. Norðurl. v., Ólafur Jóhannesson.