23.10.1968
Sameinað þing: 4. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 311 í D-deild Alþingistíðinda. (3180)

19. mál, milliþinganefnd endurskoði lög um útflutningsverslun og gjaldeyrismál

Flm. (Þórarinn Þórarinsson):

Herra forseti. Þessi till. um kosningu mþn. til að endurskoða lög um útflutningsverzlun og gjaldeyrismál er flutt af okkur 4 þm. Framsfl. Efni hennar er, að Alþ. álykti að kjósa 7 manna mþn. með hlutfallskosningu í Sþ. til að endurskoða öll gildandi lagafyrirmæli og reglugerðir um útflutningsverzlun landsmanna, skil á gjaldeyri og gjaldeyrisverzlun. N. skal sérstaklega kynna sér, hvernig er háttað framkvæmd umræddra laga og reglugerða og hvaða endurbóta muni þörf og semja samkvæmt því frv. til nýrra heildarlaga um þessi mál. Kappkosta skal, að n. ljúki störfum sem fyrst.

Eins og fram kemur í grg. till., er ölI útflutningsverzlun landsmanna nú háð leyfisveitingum og hefur verið svo um langt skeið. Þessi háttur var á sínum tíma upp tekinn vegna þess, að það þótti ekki heppilegt að hafa útflutningsverzlunina í höndum margra aðila, því að af því hafði oft hlotizt samkeppni, sem leiddi til undirboða á erlendum markaði og varð útflutningnum þannig í heild til tjóns eða útflutnings atvinnuvegunum. En það befur hins vegar komið í ljós, að þetta langvarandi fyrirkomulag leyfisveitinga hefur ýmsa ókosti í för með sér. Í sumum tilfellum hefur þetta leitt til þess, að viss fyrirtæki hafa haft einokunaraðstöðu um langt skeið og það er segin saga, að þegar einhver einokun stendur lengi, þá fer oft og tíðum áhuginn að minnka og ekki er eins vel unnið og gert var um skeið. Ég hygg, að þetta hafi komið mjög greinilega í ljós í sambandi við starfsháttu sumra þeirra útflutningsfyrirtækja, sem hafa haft eins konar einokunaraðstöðu um langt skeið. Eitt dæmi þess hefur verið rætt allmikið í dagblöðunum nú að undanförnu. Ég sé ekki ástæðu til þess að fara að rifja það upp, vegna þess að ég hygg, að öllum hv. þm. sé það í fersku minni.

Þetta kerfi leyfisveitinga getur einnig leitt til þess, að af pólitískum ástæðum og kunningskapar ástæðum, þá sé aðilum veitt útflutningsleyfi, sem alls ekki eru færir um að annast slíka starfsemi eða útflutning. Það liggur einnig fyrir ljóst dæmi um það, sem gerðist ekki fyrir löngu síðan og nú er verið að fjalla um af dómstólum. En ég ætla heldur ekki að ræða frekar um það, vegna þess að ég býst við, að öllum hv. alþm. sé einnig kunnugt um þetta mál. Þessi dæmi sýna, að það er nauðsynlegt alltaf öðru hverju að láta fara fram endurskoðun á því kerfi, sem byggt er á leyfisveitingum, athuga, hvort ekki sé hægt að koma við, ef talið er nauðsynlegt, að þetta kerfi haldist áfram að einhverju leyti, - að athuga, hvort ekki sé hægt að koma við einhverju traustara eftirliti, en nú á sér stað og hvort það gæti ekki verið heppilegt í vissum tilfellum að leyfa meira frjálsræði og meiri samkeppni, en nú á sér stað innan vissra marka.

Það er af þessum ástæðum, sem við þessir 4 þm. leggjum til, að öll lög og lagafyrirmæli og reglugerðir um útflutningsverzlunina verði tekin til sérstakrar athugunar af þingkjörinni n. Við leggjum það enn fremur til, að sama n, taki til athugunar þau lög og þær reglur, sem nú gilda um gjaldeyrisverzlunina.

Eins og kunnugt er, er landsmönnum nú gert skylt að gera skil á öllum gjaldeyri, sem þeir afla, til Seðlabankans og gjaldeyrisbankanna, en það er tvímælalaust, að það hafa orðið verulegir misbrestir á þessu í seinni tíð, sem stafar af mörgum ástæðum, m.a. þeirri, að gjaldeyrisverzlunin og öll viðskipti hafa stórkostlega aukizt og jafnframt hafa skapazt auknir möguleikar til þess, að hægt sé að koma gjaldeyri undan. Af hálfu bankanna mun eitthvað hafa verið gert af því að undanförnu að herða gjaldeyriseftirlitið, en þó hygg ég, að fullyrða megi, að hvergi nærri hafi verið nægilega gert af því. Það er af þessum ástæðum, sem við flm. leggjum til, að lögin og reglugerðirnar um gjaldeyrisverzlunina verði einnig tekin til athugunar af sömu nefnd.

Ég held, að nauðsyn þessarar endurskoðunar hljóti að vera þm. það ljós, að óþarft sé að hafa um það mörg orð eða fleiri orð, en ég hef nú þegar haft og ég leyfi mér því að leggja til, að till. verði vísað til síðari umr. og allshn.