24.10.1968
Sameinað þing: 5. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 384 í B-deild Alþingistíðinda. (366)

1. mál, fjárlög 1969

Forseti (BF):

Þessi útvarpsumr. fer þannig fram, að fyrst flytur fjmrh., Magnús Jónsson, framsöguræðu, og er ræðutími hans ekki takmarkaður. Því næst verða fluttar hálfrar stundar ræður af hálfu annarra þingflokka en þingflokks ráðh. og í þessari röð: Framsfl., ræðumaður Halldór E. Sigurðsson, Alþfl., ræðumaður Birgir Finnsson, og Alþb., ræðumaður Geir Gunnarsson. Að lokum talar fjmrh. aftur og hefur stundarfjórðung til andsvara. Hefst nú umr., og tekur til máls hæstv. fjmrh., Magnús Jónsson.