04.12.1968
Sameinað þing: 17. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 713 í D-deild Alþingistíðinda. (3716)

266. mál, innlausn á íslenskum seðlum í erlendum bönkum

Fyrirspyrjandi (Jón Skaftason):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðh. skýr og stutt svör, eins og ég tel, að þau eigi að vera við fsp., sem hér eru fram bornar. Af þessu svari þykist ég mega ráða, að allmikið hafi kveðið að fjárflótta úr landinu á stuttu tímabili. Þetta er að sjálfsögðu ein afleiðing af þeirri óvissu, sem hér hefur verið til staðar í þjóðfélaginu í efnahagsmálum og við m.a. sopið seyðið af á þann hátt, að fjárflótti hefur verið allmikill úr landinu.