11.12.1968
Sameinað þing: 19. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 716 í D-deild Alþingistíðinda. (3728)

267. mál, Fiskimálaráð

Félmrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Ég tel óþarft að lesa fsp. upp. Hv. fyrirspyrjandi hefur gert það og gert grein fyrir því, sem í henni felst. Svar mitt við þessum fsp. er svo hljóðandi:

Lög nr. 35 frá 1968 um Fiskimálaráð tóku gildi í maí s.l. Þegar í byrjun júní sendi rn. þeim aðilum, sem samkv. lögum eiga að tilnefna fulltrúa í ráðið, bréf, þar sem óskað var eftir því, að þessir aðilar hver um sig, tilnefndu fulltrúa í ráðið. Nokkur bið varð á því, að tilnefningar bærust. Stafaði það fyrst og fremst af því, að fáir fundir eru haldnir í hinum ýmsu félögum og samtökum yfir sumartímann. Þrátt fyrir marg ítrekuð tilmæli og eftirrekstur, bárust tilnefningar seint og þær síðustu ekki fyrr en nú um mánaðamótin. Síðasta bréfið er dagsett 28. nóv. s.l. Vonandi hefur fsp. stuðlað að því, að það tókst að ná þeim síðustu.

Í Fiskimálaráð hafa verið skipaðir eftirtaldir fulltrúar frá 1. des. 1968 til jafnlengdar 1971:

Frá Sambandi ísl. samvinnufélaga Guðjón B. Ólafsson framkvæmdastjóri aðalmaður og Árni Benediktsson framkvæmdastjóri varamaður.

Frá Félagi ísl. niðursuðufræðinga Birgir Þorvaldsson niðursuðufræðingur aðalmaður og Magnús Jónsson niðursuðufræðingur varamaður.

Frá Félagi ísl. botnvörpuskipaeigenda Valdimar Indriðason framkvæmdastjóri aðalmaður, Þorsteinn Arnalds framkvæmdastjóri varamaður.

Frá Sjómannasambandi Íslands Pétur Sigurðsson alþm. aðalmaður og Hilmar Jónsson sjómaður varamaður.

Frá Félagi ísl. niðursuðuverksmiðja Richard Björgvinsson fulltrúi aðalmaður og Tryggvi Jónsson niðursuðufæðingur varamaður.

Frá Farmanna– og fiskimannasambandi Íslands Ingólfur Stefánsson framkvæmdastjóri aðalmaður og Ingólfur Ingólfsson framkvæmdastjóri varamaður.

Frá Fiskimálasjóði Sverrir Júlíusson alþm. aðalmaður, Sigfús Bjarnason sjómaður varamaður.

Frá síldarútvegsnefnd Birgir Finnsson alþm. aðalmaður og Jón L. Þórðarson framkvæmdastjóri varamaður.

Frá Samlagi skreiðarframleiðenda Ingvar V ilhjálmsson forstjóri aðalmaður, Bragi Eiríksson framkvæmdastjóri varamaður.

Frá Efnahagsstofnuninni Jónas H. Haralz forstjóri aðalmaður, Jón Sigurðsson deildarstjóri varamaður.

Frá Landssambandi ísl. útvegsmanna Matthías Bjarnason alþm. aðalmaður og Ágúst Flygenring útgerðarmaður varamaður.

Frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna Gunnar Guðjónsson forstjóri aðalmaður, Björn Halldórsson framkvæmdastjóri varamaður.

Frá Fiskveiðasjóði Íslands Elías Halldórsson framkvæmdastjóri aðalmaður, Guðjón Halldórsson skrifstofustjóri varamaður.

Frá Sölusambandi ísl. fiskframleiðenda Tómas Þorvaldsson forstjóri aðalmaður og varamaður Jón Ármann Héðinsson alþm.

Frá tveimur eftirtöldum aðilum hafa einungis borizt uppástungur um aðalmenn:

Frá Seðlabanka Íslands Davíð Ólafsson bankastjóri, frá Fiskifélagi Íslands Már Elísson fiskimálastjóri.

Frá Félagi ísl. fiskimjölsframleiðenda Sveinn Benediktsson framkvæmdastjóri aðalmaður, Jónas Jónsson framkvæmdastjóri varamaður.

Frá Alþýðusambandi Íslands Jóhann J. E. Kúld fiskmatsmaður aðalmaður og Guðmundur H. Garðarsson viðskiptafræðingur varamaður:

Ekki var talið rétt að kalla saman fund í ráðinu fyrr en allir aðilar höfðu tilnefnt fulltrúa. Var það ekki aðeins nauðsynleg kurteisi og tillitssemi við þá aðila, sem fulltrúa eiga í ráðinu, heldur og nauðsynlegt, ef starfs og árangurs átti að vænta af ráðinu sjálfu. Að sjálfsögðu mun ráðið kvatt saman til fyrsta fundar innan tíðar, þegar það hefur verið fullskipað og mun verða haft samráð við ráðið um þau málefni, sem fyrirspyrjandi nefnir í fsp., eftir því sem eðlilegt verður talið og gert er ráð fyrir í lögum.