18.12.1968
Sameinað þing: 24. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 727 í D-deild Alþingistíðinda. (3754)

271. mál, Sementsverksmiðja ríkisins

Fyrirspyrjandi (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Á þskj. 100 hef ég ásamt hv. þm. Stefáni Valgeirssyni og hv. þm. Vilhjálmi Hjálmarssyni leyft mér að flytja svohljóðandi fsp. til hæstv. iðnrh. um Sementsverksmiðju ríkisins:

„l. Hverjar voru skuldir Sementsverksmiðju ríkisins í árslok 1958 og hverjar eru þær nú?

2. Hvað hefur verið varið hárri fjárhæð í stofnkostnað við verksmiðjuna síðan árið 1958?

3. Hvað hefur tekjuafgangur verksmiðjunnar numið hárri fjárhæð samtals?“