23.04.1969
Sameinað þing: 43. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 908 í D-deild Alþingistíðinda. (3965)

212. mál, sumaratvinna skólafólks

Jón Skaftason:

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð. Hv. 6. þm. Reykv. sagði áðan, að tilgangurinn með almennri áskorun á hæstv. ríkisstj. í formi þáltill., eins og ég stend að ásamt fleirum, mundi enginn verða. Þess vegna hefði verið um að gera að setja fram fsp. og yfirheyra hæstv. ríkisstj. rækilega um, hvað hún hygðist fyrir í þessum efnum. Við heyrðum áðan, hver árangurinn varð af þeirri yfirheyrslu hv. fyrirspyrjanda. Að hans eigin mati var ekkert að græða á svari hæstv. ráðh. við þeirri fsp., þannig að ég hygg, að sú forsenda, sem hv. fyrirspyrjandi segist hafa byggt flutning fsp. á, hafi af sannazt greinilega í verki.