14.05.1969
Sameinað þing: 50. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 962 í D-deild Alþingistíðinda. (4018)

286. mál, sala á tækjum ríkisstofnana

Fyrirspyrjandi (Þórarinn Þórarinsson):

Herra forseti. Þessi fsp. er um það, hvort ekki gildi almennar, fastar reglur um sölu á bifreiðum, tækjum og vélum ríkisstofnana. Ég hygg, að fsp. sé svo ljós, að það þurfi ekki að fara um hana mörgum orðum. Það, sem ég vildi fá upplýst, er það, að þegar þannig stendur á, að ríkisstofnun selur tæki, bifreið eða vél, t.d. notaða, hvort þá gildi ekki um það almennar reglur, hvernig með þá sölu skuli farið, en hver einstök stofnun hafi það ekki í hendi sinni að ákveða, hvernig sölunni er háttað. Ég hygg, að það sé mjög heppilegt, ef það er ekki, að um þetta gildi almennar reglur, og vildi fá upplýsingar hæstv. ráðh. um það, hvort svo sé ekki.