18.02.1969
Neðri deild: 47. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 619 í B-deild Alþingistíðinda. (452)

142. mál, lausn kjaradeilu útvegsmanna og yfirmanna á bátaflotanum

Frsm. meiri hl. (Guðlaugur Gíslason):

Herra forseti. Sjútvn. þessarar d. hefur haft til meðferðar og athugunar frv. það, sem hér liggur fyrir til l. um lausn kjaradeilu útvegsmanna og yfirmanna á bátaflotanum. Það fór eins hjá sjútvn. Nd. og Ed., að n, varð ekki sammála um málið. Meiri hl. leggur til, að frv, verði samþ. óbreytt, en minni hl. hefur þegar skilað áliti. Deila sú. sem hér um ræðir, hefur nú staðið um það bil réttan mánuð. Hún hefur farið fram að þessu hina eðlilegu og löglegu boðleið. Fyrst áttu sér stað umr. milli útvegsmanna og samtaka og fulltrúa sjómanna, og urðu þeir eftir skammar viðræður sammálla um að vísa málinu til sáttasemjara. Hann hefur haft það síðan til meðferðar þangað til í síðustu viku. Endanleg lausn fékkst ekki í þeim viðræðum, og lagði hann þá fram sáttatill.. sem síðan fór til afgreiðslu í hinum ýmsu samtökum sjómanna. eins og vera ber, og niðurstöður af þeirri atkvgr., sem þar átti sér stað, eru hv. alþm. kunnar.

Það hefur verið á það bent af stjórnarandstöðu, að enn þá væri ekki rétt, þrátt fyrir það, að till. sáttasemjara náði ekki fram að ganga hjá yfirmönnum á bátaflotanum, að stíga það skref, sem lagt er til í því frv., sem hér liggur fyrir, heldur væri eðlilegra, að skipuð væri sáttanefnd í málið enn á ný. Þetta hefur komið fram bæði hér í þessari hv. d. og einnig kom það fram í Ed., þegar málið var í gær til umr.

Ég hygg, að þeir, sem fylgzt hafa með þessari deilu og þekkja þá sjálfheldu, sem það er komið í. hafi ekki þá trú á því, að ný sáttanefnd mundi geta leyst málið, nema þá að taka upp víðtækar viðræður, sem án efa mundu taka miklu lengri tíma en æskilegt er og nauðsyn krefur. Það er að sjálfsögðu neyðarúrreði að leysa vinnudeilur með löggjöf. en þegar deila er komin í þá aðstöðu og þá sjálfheldu, sem þessi deila er komin í, þrátt fyrir mjög ýtarlegar tilraunir bæði í upphafi milli deiluaðila sjálfra og síðan eftir að sáttasemjari hefur haft hana til meðferðar, sýnist ekki vera, því miður. önnur lausn á málinu en að Alþ. taki það í sínar hendur og leysi það á þann hátt, sem lagt er til í því frv., sem hér liggur fyrir.

Tilraun sú, sem átti sér stað í Vestmannaeyjum, að leysa deiluna þar heima í héraði, hefur nokkuð komið til umr. hér í þessari hv. d., en ég hygg, að þar gæti nokkurs misskilnings varðandi það, að hún hafi verið eins auðveld lausn á málinu og menn hafa hér talið. Mér er kunnugt um afstöðu beggja aðila þar, og ég veit. að útgerðarmenn þar töldu sig ekki geta fallizt á þá málamiðlunartill.. sem þar kom fram frá bæjarráði um hækkað kaup til yfirmanna, nema með því að það hækkaða kaup gengi einnig yfir til sjómanna. Með því móti var komið nýtt viðhorf í málið, og það allt orðið mikið stærra en það sýnist vera, hefði aðeins verið um yfirmenn í bátaflotanum að ræða. Einnig hygg ég, að fulltrúar sjómanna, sem þátt tóku í samningum um málið og einnig þeir sjómenn, sem atkv. greiddu um það og samþykktu það í hinum ýmsu sjómannafélögum, hefðu kannske getað talið. að nokkuð hefði verið komið aftan að sér, ef yfirmenn á fiskiskipaflutanum hefðu fengið þessa kauphækkun, sem þarna var um að ræða. en þeir ekki. Hefði það án efa síðar meir getað valdið deilum. því að þó að þeir hefðu ekki átt lagalegan rétt á þessu nú, má segja, að siðferðislegur réttur þeirra væri þar nokkur.

Ég tel ekki ástæðu til að ræða málið frekar í heild að þessu sinni, mun gera það síðar, ef ég tel ástæðu til, en eins og fram kemur í nál. meiri hl. leggur meiri hl. til. að frv. verði samþ. óbreytt.