20.02.1969
Efri deild: 48. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 640 í B-deild Alþingistíðinda. (479)

137. mál, gjaldaviðauki

Frsm. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Samkv. frv. því, sem hér liggur fyrir, er farið fram á heimild til handa hæstv. ríkisstj. til þess að innheimta þau gjöld, sem nánar eru tiltekin í frv., með viðauka, en sams konar frv. hefur verið samþ. frá ári til árs á undanförnum þingum. Það er ekki um að ræða neina breyt. á þessum gjöldum frá því, sem verið hefur, enda ekki ágreiningur um málið undanfarin ár, og eins og nál. fjhn. á þskj. 269 ber með sér, mælir n. eða þeir nm., sem viðstaddir voru á þeim fundi, þegar málið var afgr., einróma með því, að það verði samþ. óbreytt.