25.02.1969
Efri deild: 51. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 643 í B-deild Alþingistíðinda. (498)

135. mál, hækkun á bótum almannatrygginga

Frsm. (Jón Þorsteinsson):

Herra forseti. Meginefni þessa frv. til l. um hækkun á bótum almannatrygginga er það, að frá 1. jan. 1969 skuli fjölskyldubætur hækka um 10% frá því, sem þær voru á árinu 1968, fæðingarstyrkur skuli hækka í 10.200 kr. og aðrar bætur samkv. almannatryggingarl. skuli, eftir því sem við getur átt. hækka um 17% frá sama tíma.

Ég tel að öðru leyti ekki frekari þörf á að rekja efni þessa frv., þar sem hæstv. félmrh. gerði grein fyrir þessu við 1. umr. málsins.

Þessu frv. var vísað til heilbr.- og félmn., og varð n. sammála um að mæla með samþykkt þess, en þrír nm. áskildu sér þó rétt til þess að flytja brtt. við frv.. eða fylgja brtt., er fram kynnu að koma, svo sem þessi fyrirvari þeirra kemur fram í nál.