03.03.1969
Neðri deild: 58. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 646 í B-deild Alþingistíðinda. (506)

135. mál, hækkun á bótum almannatrygginga

Félmrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Hv. 1. þm. Norðurl. v. beindi þeirri fsp. til mín, hvort til framkvæmda hefði komið bráðabirgðaákvæði það, sem sett var inn í tryggingalöggjöfina fyrir s.l. áramót.

Þessu er til að svara, að þetta ákvæði er ekki komið til framkvæmda, en um það mun haft fullt samráð við tryggingaráð, með hvaða hætti þessu ákvæði yrði bezt fullnægt.

Við, sem höfum þær kvaðir á herðum að þurfa að lesa dagblöð bæjarins, höfum fengið af því nokkurn forsmekk, hvert álit Alþbl. hefur á þessu frv., og þó að hv. þm. Magnús Kjartansson, 6. þm. Reykv., hafi tekið að sér að flytja boðskap þessa blaðs hér inn í Alþ. og hefja þar upp deilur, sem í blöðum hafa verið um þessi mál, þá skal ég ekki verða til þess að viðhalda þeim. Það er öllum ljóst, enda reyndi þm. ekki að bera brigður á það, að þetta frv. hérna væri til stórlegra bóta, þó að hann vildi meina það, að enn hefðum við ekki náð því marki, sem við vildum í sambandi við uppbótaupphæðir. Ég hygg, að við getum allir verið sammála um það, að við vildum, að bætur væru hærri, og samanburður við Norðurlönd í því efni um þetta efni eitt segir okkur enga sögu. Við verðum að vita, hver framfærslukostnaður er þar í landinu, hver laun, eru og annað slíkt til að geta haft þar eðlilega viðmiðun. Ekkert slíkt reyndi þm. að draga fram.

Ég vil taka það fram, og það var aðalástæðan til þess. að ég stóð hér upp, að ég vil eindregið mótmæla því, að það sé nokkurt samband hér á milli seinagangs þessa frv. eða meðferðar hv. Ed. á því og útreiknings núverandi kauplagsvísitölu. Þetta er í meira lagi ómaklegt að bera slíkt á borð, því að þarna á milli eru engin tengsl. Ég skal í fáum orðum skýra gang þessa máls: Tryggingaráð útbjó þetta frv. Það var flutt hér íj Alþ. daginn eftir að það barst rn. Og það var flutt í Ed. með nákvæmlega sams konar óskum um, að málinu yrði hraðað þar. þannig að ríkisstj. eða ég sem frummælandi þessa máls hef á engan hátt dregið úr hraða þess í þingi. Og ég vona það, að við getum a.m.k. hér í hv. Ed. verið sammála um það, að þetta sé ekki það viðamikið eða flókið mál, að það ætti að þurfa langan tíma til meðferðar. svo auðveld sem einstök atriði þess eru og h ímælalaust til mikilla 66ta. Ég skal undir það taka, að ég kysi að geta flutt frv. um langtum hærri bætur og að betur yrðu jöfnuð metin við annaðhvort nágranna okkar í öðrum löndum eða bókstaflega fullnægt brýnni nauðsyn þess, að bæturnar hækki, en til þess þarf fjármuni. Og það hefur hingað til skort töluvert á samvinnu við hv. stjórnarandstæðinga, þegar til þess hefur komið að tryggja framgang mála eins og tryggingafrv.