03.03.1969
Neðri deild: 58. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 647 í B-deild Alþingistíðinda. (507)

135. mál, hækkun á bótum almannatrygginga

Magnús Kjartansson:

Herra forseti. Ég vil vekja athygli hæstv. félmrh. á því, að það eru lögbrot. að ekki skuli vera búið að birta formlega vísitöluna eins og hún átti að vera miðað við verðlag 1. febrúar, og það hefði verið mjög auðvelt fyrir hæstv. ráðh. að koma þessu máli í gegnum Alþ. á 1–2 dögum. Slíkt gerist mjög oft ef þingflokkar sammála um að hraða þurfi máli, og ef hæstv. ráðh. hefði lagt á það áherzlu að koma þessu máli gegnum þingið á stuttum tíma, er ég viss um. að um það hefði verið hin bezta samvinna. En þetta ástand. sem núna er, að ekki skuli vera um formlegan vísitöluútreikning að ræða á þessum örlagaríku tímamótum. 1. marz, er auðvitað alger óhæfa, sem ber að vita.

Hæstv. ráðh. taldi- að eitthvað hefði staðið upp á stjórnarandstöðuna um samvinnu um umbeetur ú tryggingunum. Ég vil skýra hæstv. ráðh. frá því, að sá flokkur, sem ég er fulltrúi fyrir hér á þingi, mun ævinlega vera til samvinnu um umbætur á því kerfi. Hins vegar hvílir mikil ábyrgð sérstaklega á Alþfl., að því er þetta varðar. Hann hefur lýst þessu sem einu aðalmáli sínu, ekkí sízt meðan svokölluð viðreisnarstjórn hefur verið við völd, en reynslan hefur orðið sú, að almannatryggingarnar hafa skerzt hlutfallslega í samanburði við aðra þróun efnahagskerfisins. Síðast þegar Alþfl. hafði flokksþing, var lögð á það sérstök áherzla á flokksþinginu, að Alþfl. bæri að taka þessi mál sérstaklega fyrir í samningum um áframhaldandi stjórnarsamvinnu. Og m.a. var flokknum falið að gera viðbót við tryggingakerfi okkar, lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn, að skilyrði fyrir áframhaldandi samvinnu um ríkisstj. Það kom í ljós í umr. hér á þingi fyrir skömmu, að í þessu hefur Alþfl. ekkert gert, og ég held að hæstv. ráðh. ætti að hugleiða þetta ástand af fullu raunsæi og fullri gagnrýni á sín eigin störf.