04.03.1969
Neðri deild: 59. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 648 í B-deild Alþingistíðinda. (510)

135. mál, hækkun á bótum almannatrygginga

Frsm. (Bragi Sigurjónsson):

Herra forseti. Heilbr.- og félmn. tók frv. þetta til l. um hækkun á bótum almannatrygginga til umræðu á fundi sínum í gær þegar að loknum þingdeildarfundi, til að verða við óskum félmrh. um að hraða afgreiðslu frv. sem mest, enda svo ráð fyrir gert, að greiðslur samkvæmt því á bótahækkunum skuli koma til framkvæmda í þessum mánuði, en hækkanir gilda frá 1. janúar. Allir nm. voru á fundi þessum nema hv. 4. landsk. Jónas Árnason. N. varð sammála um að leggja til, að frv. yrði samþ. óbreytt, þótt í þeirri ályktun felist að sjálfsögðu ekkert mat á því. hvort lög um almannatryggingar þurfi eða þurfi ekki fleiri breytinga við. Var það samróma álit nm., að óæskilegt væri að taka aðrar hugsanlegar breytingar inn í frv., þar sem slíkt mundi tefja fyrir afgreiðslu þess. sem er aðkallandi vegna útborgana bóta, svo sem fyrr segir N. mælir þannig einróma með því, að frv. verði samþ. óbreytt.