28.03.1969
Neðri deild: 72. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 711 í B-deild Alþingistíðinda. (669)

201. mál, lántökuheimildi fyrir ríkissjóð

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég hef skrifað undir nál. fjhn. á þskj. 423 með fyrirvara. Og er sá fyrirvari við 1. gr. frv. um lán til að endurlána Framkvæmdasjóði eða ábyrgjast lán fyrir hann að fjárhæð allt að 300 millj. eða jafngildi þess í erlendri mynt.

Talað er um það í athugasemdum, að Framkvæmdasjóður þurfi nýtt lánsfé, annars vegar til þess að breyta stuttum lánum í lengri lán og hins vegar til þess að kosta nýjar framkvæmdir með lánveitingum til þeirra. Ég tel, að þarna skipti höfuðmáli, að þar sé um skynsamlegar framkvæmdir að ræða, nauðsynlegar, og þannig að þær skili arði.

Að öðru leyti vil ég taka fram út af þessu máli, að mér finnst það ískyggilegt, hvað stjórnin tekur mikið af erlendum lánum. Mér finnst það mjög ískyggilegt. og er þessi fyrirvari minn til þess að vekja athygli á því.