03.12.1968
Neðri deild: 22. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 138 í B-deild Alþingistíðinda. (68)

13. mál, vörumerki

Frsm. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Síðasta Alþ. samþ. lög um vörumerki, sem staðfest voru 2. maí 1968, og samkv. þeim lögum áttu þau að öðlast gildi þegar.

Í ljós kom, að mikil vandkvæði eru á að framkvæma þau lög, aðallega vegna ákvæða laganna um að skrásetja skuli og endurnýja vörumerki fyrir ákveðna vöruflokka, sem mun taka nokkurn tíma, og því voru brbl. gefin út um það, að þessi lög öðluðust gildi 1. jan. 1969. Þetta frv. er til staðfestingar á þeim brbl. og mælir allshn. með því, að frv. verði samþ.