28.03.1969
Neðri deild: 72. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 745 í B-deild Alþingistíðinda. (696)

191. mál, aðgerðir í atvinnumálum

Frsm. meiri hl. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Fjhn. beggja þingdeilda tóku mál það, sem hér liggur nú fyrir, til meðferðar á sameiginlegum fundi nefndanna í gær og fjhn. þessarar hv. deildar afgreiddi þar málið, eins og fram kemur í nál. á þskj. 424 frá meiri hl. fjhn. og svo á þskj. 425 frá minni hl. fjhn., sem þeir skipa hv. 1. þm. Norðurl. v. og hv. 5. þm. Austf. Einn nm. fjhn. Nd., hv. 4. þm. Austf., var fjarstaddur afgreiðslu málsins. Eins og fram kemur á þskj. 424 mælir meiri hl. fjhn. með því, að frv. verði samþ. óbreytt. Hér er um að ræða frv. til staðfestingar, eins og fram hefur komið, á samkomulagi, sem gert var milli ríkisstj., samtaka vinnuveitenda og miðstjórnar Alþýðusambands Íslands.

Hæstv. forsrh. gerði í framsöguræðu hér í gær grein fyrir frv., svo og starfsháttum þeirra nefnda, sem skipaðar hafa verið, og tel ég ekki ástæðu til þess að fjölyrða um frv. hér. Hins vegar hefur komið fram ábending varðandi frv., að á því yrði gerð ein örlítil breyting og hafði ég hugsað mér, að við í fjhn. þessarar deildar gætum fjallað um þá brtt. milli 2. og 3. umr., og mundi ég þá við 3. umr. gera grein fyrir henni.