31.10.1968
Efri deild: 8. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 764 í B-deild Alþingistíðinda. (721)

7. mál, happdrætti fyrir Ísland

Frsm. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Eins og hv. dm. er kunnugt, var frv. sama efnis lagt fyrir síðasta Alþingi og var það afgr. einróma bæði í fjhn. og út úr hv. d. Hins vegar náði málið ekki að fá afgreiðslu í hv. Nd., enda töluvert liðið á þingtíma, þegar frv. var lagt fram. Nú er þetta frv. hér á ferðinni aftur. Fjhn. hefur haft það til meðferðar og ekki talið neitt það koma fram í málinu, sem tilefni gefi til, að hún breyti afstöðu sinni frá því á s.l. ári, þannig að, eins og nál. á þskj. 40 ber með sér, leggur n. einróma til, að frv. verði samþykkt. Einn nm., hv. 4. þm. Norðurl. e., var fjarstaddur, þegar n. afgreiddi málið.

Herra forseti. Samkv. þessu leggur fjhn. til, að frv. verði samþykkt óbreytt.