10.04.1969
Neðri deild: 74. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 766 í B-deild Alþingistíðinda. (730)

7. mál, happdrætti fyrir Ísland

Frsm. (Sigurður Ingimundarson):

Herra forseti. Fjhn. hv. d. hefur haft þetta mál til athugunar. Það er að efni til um nokkra rýmkun á happdrættisleyfi Háskólans og skipulagsbreytingu, sem talið er, að sé til hagræðis. Frv. var samþ. shlj. í Ed. og fjhn. hefur shlj. lagt til, að frv. verði samþ. Við 1. umr. hér komu fram tilmæli frá einum hv. þm. um, að aflað yrði nokkurra upplýsinga varðandi þetta mál, og hefur n. aflað þeirra upplýsinga með bréfi frá Happdrætti Háskólans, og eru þær upplýsingar prentaðar sem fskj. með frv.