18.03.1969
Efri deild: 60. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 815 í B-deild Alþingistíðinda. (798)

179. mál, ættleiðing

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Eins og kunnugt er, þá hefur núna á síðasta þingi verið breytt nokkuð aldursmörkum í sambandi við kosningarrétt og lögræði og eitthvað fleira, sem telja má sambærilegt og í tengslum við það. Og nú er hér lagt fram frv. til l. um breytingu á l. um ættleiðingu, sem er bein afleiðing af þessum fyrri ákvörðunum, sem þingið hefur tekið. Að lokinni eftirgrennslan í dómsmrn. þótti eðlilegt að gera þá breyt., sem hér er lögð til. En samkvæmt l. um ættleiðingu frá 1953 þá þarf samþykki foreldra til ættleiðingar barns þeirra, sem er yngra en 21 árs. Með hliðsjón af því, sem áður getur, hefur verið talið eðlilegt í ráðuneytinu að færa þetta 21 árs mark niður í 20 ár, eins og lagt er til samkvæmt þessu frv.

Ég vil leyfa mér að leggja til, herra forseti, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. allshn.