15.04.1969
Neðri deild: 77. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 816 í B-deild Alþingistíðinda. (806)

179. mál, ættleiðing

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Þetta frv. til l. um breyt. á l. um ættleiðingu er komið hingað eftir að hafa hlotið meðferð í Ed., en þetta frv. er flutt til samræmis við breytingar, sem gerðar hafa verið á l. um kosningarrétt og kjörgengi til Alþingis, stofnun hjúskapar og fjárræði, þegar aldursmörkin voru færð úr 21 ári niður í 20 ár. Það er talið rétt, að sömu sjónarmið eigi við um aldursmark það, sem getið er um í 6. gr. l. um ættleiðingu, en það þýðir það, að samþykki foreldris til ættleiðingar þyrfti þá ekki nú, þegar viðkomandi hefði náð 20 ára aldri, en var áður 21 árs aldur. Ég hygg, að það sé eðlilegt að meta þetta aldursmark á sama hátt og þau önnur, sem ég hef getið um.

Ég vil leyfa mér, herra forseti, að leggja til, að þessu máli verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. allshn.