06.03.1969
Efri deild: 55. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 819 í B-deild Alþingistíðinda. (828)

165. mál, ráðstafanir í sjávarútvegi vegna breytingar gengis íslenskrar krónu

Félmrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. þetta er flutt til staðfestingar á brbl., sem nauðsynlegt reyndist að gefa út hinn 4. janúar s.l. Efni frv. er ákaflega einfalt. Það var dregið í efa, að tveir kaflar umrædds frv., sem afgr. var hér fyrir jólaleyfi, hefðu sömu gildistöku og einn kafli frv., vegna þess að láðst hafði að setja þá grein inn, sem hér er sett inn í lok frv. Frv. þetta er því um, að allir kaflar þeirra l., sem sett voru fyrir jólin, hafi sama gildistíma, og fyrir því er þetta frv. flutt.

Ég legg til, herra forseti, að því verði vísað að lokinni þessari umr. til 2. umr. og hv. sjútvn.