14.11.1968
Neðri deild: 15. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 828 í B-deild Alþingistíðinda. (852)

9. mál, Landsbókasafn Íslands

Forsrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Eins og hv. þm. er kunnugt, er sérstök nefnd, þar sem eiga sæti fulltrúar allra flokka, sem fjallar um tillögugerð um ráðstafanir vegna t 100 ára afmælis Íslandsbyggðar. Nú hef ég að vísu heyrt, að slík ráðagerð muni hafa verið uppi í þeirri nefnd og væntanleg sé till. um þetta. Ég get þó ekki með það farið með neinni vissu. Nefndin gerir sínar till. auðvitað sjálfstætt án minnar forsagnar, en um þetta hefur engin ákvörðun verið tekin af Alþ., og það er Alþ., sem þetta endanlega ákveður. Það getur ákveðið það að till. menntmn., en þá þarf að bera fram formlega till., og það getur tekið ákvörðun um það að till. hv. 6. þm. Reykv., það þarf ekki till. ríkisstj. um það. Ef það er vilji Alþ., þá verður það gert, en málið er sem sagt til meðferðar og athugunar í þeirri nefnd, sem Alþ. kaus til þess að fjalla um þetta og mun gera till. í heild strax og hún er reiðubúin til þess.