10.04.1969
Neðri deild: 75. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 888 í B-deild Alþingistíðinda. (912)

177. mál, breytingar á lausaskuldum bænda í föst lán

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Ég vil aðeins að gefnu tilefni taka það fram, að ef gengistap Áburðareinkasölunnar hefði verið sett í áburðarverðið, hefði það verið nærri 40%, sem áburðurinn hefði hækkað. Það er vegna þess, að gengistap Áburðareinkasölunnar er ekki tekið inn í áburðarverðið, að hækkunin er ekki nema 34.8%.