05.12.1968
Neðri deild: 23. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 904 í B-deild Alþingistíðinda. (935)

16. mál, tilkynningarskylda íslenskra skipa

Félmrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér er nú til umr., er flutt til staðfestingar á brbl., svo sem fram kemur í aths. við frv. Að ósk margra samtaka sjómanna, Slysavarnafélags, farmanna og annarra og fyrir ítrekaðar áskoranir þeirra voru brbl. þessi sett, og hefur nú þegar verið hafin framkvæmd á þeim, svo sem l. gera ráð fyrir, og Slysavarnafélagi Íslands falin framkvæmd laganna.

Ég tel ekki ástæðu til þess, herra forseti, að hafa um þetta frv. lengri framsögu, nema sérstakt tilefni gefist til, en legg til, að því verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. sjútvn.