17.10.1968
Efri deild: 3. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 905 í B-deild Alþingistíðinda. (942)

5. mál, veiting ríkisborgararéttar

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Frv. þetta til l. um veitingu ríkisborgararéttar er undirbúið í dómsmrn. samkv. venju, og þeir aðilar, sem hér er lagt til, að veittur verði ríkisborgararéttur, eru allir taldir fullnægja þeim skilyrðum, sem þingnefndir, allshn. hér, hafa sett sér í því sambandi og farið eftir á undanförnum árum.

Ég vil leyfa mér að leggja til, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. allshn.