29.04.1970
Efri deild: 85. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 912 í B-deild Alþingistíðinda. (1085)

224. mál, tollvörugeymslur

Frsm. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Tilgangur þess frv., er hér liggur fyrir, ef samþ. verður, er sá að opna möguleika á því, að farþegar frá útlöndum geti keypt tollfrjálsan varning á Keflavíkurflugvelli, en í ráði mun vera hjá flugfélögunum að afnema það fyrirkomulag, sem nú er, að farþegar geti keypt slíkan varning í flugvélunum.

Fjhn. hefur haft þetta mál til meðferðar, og eins og nál. á þskj. 759 ber með sér, mælir hún einróma með því, að það verði samþ. óbreytt.