29.04.1970
Neðri deild: 91. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1033 í B-deild Alþingistíðinda. (1243)

7. mál, sameining sveitarfélaga

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég skal ekki lengja þessar umr. til muna. En þegar umr. var frestað í gær, hafði hv. 4. þm. Vesturl., sem við 2. umr. var frsm. n., tekið til máls og andmælt till. okkar hv. 5. þm. Norðurl. e. á þskj. 746. Ég veit, að hv. þm. er í rauninni samþykkur brtt. eða efni þeirra, og að andmælin stafa af því samkomulagi, sem virðist hafa verið gert í n. um að fylgja frv. óbreyttu, eins og það er nú. Ég held, að hv. þm. hafi orðið mismæli, þegar hann sagði, að breyt., sem við viljum gera, sé til óþurftar, enda dró hann úr þeim ummælum síðar með því að segja, að hún væri óþörf.

Brtt. okkar hv. 5. þm. Norðurl. e. ganga í sömu átt og brtt. n., sem samþ. voru við 2. umr., en dálítið lengra í þessa átt. Við erum að reyna að koma því til leiðar, að því verki, sem n. vann að með talsverðum árangri við 2. umr., verði lokið við þessa umr. og að félmrn. verði ekki lögð á herðar nein lagaskylda til að hafa frumkvæði um sameiningu sveitarfélaga, þótt því sé hins vegar ætlað að veita aðstoð sína, ef sveitarfélög vilja sjálf sameinast. Þessu viljum við koma til leiðar með lagfæringum á 1. og 2. gr. frv., og vona ég, að þetta mál liggi nú ljóst fyrir, hvernig sem atkv. falla.