29.04.1970
Neðri deild: 89. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1097 í B-deild Alþingistíðinda. (1377)

5. mál, skipamælingar

Frsm. (Birgir Finnsson):

Herra forseti. Sjútvn. d. hefur athugað þetta frv., eftir að það kom aftur til hv. d. frá Ed. N. hefur orðið sammála um að flytja við frv. þá einu brtt. við 2. gr. þess, að í stað orðsins „skipamálastjóri“ í gr. og hvarvetna síðar í frv. komi í viðeigandi beygingarföllum: siglingamálastjóri. Með þessari breyt. leggur sjútvn. d. til, að frv. verði samþ.

Ég veit ekki, hvort búið er að útbýta prentaðri till. n, um þetta. Ég flyt hana þess vegna skriflega og bið hæstv. forseta að leita afbrigða fyrir henni.