11.11.1969
Efri deild: 13. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1239 í B-deild Alþingistíðinda. (1594)

76. mál, vernd barna og ungmenna

Flm. (Auður Auðuns):

Herra forseti. Ég skal vera stuttorð um þetta frv. Ég get vísað til þess, sem ég áður sagði um það frv., sem síðast var hér til umr., en með þessu frv. er lagt til, að heimilt verði í sveitarfélögum utan Reykjavíkur að fela félagsmálaráðum, sem þar kunna að verða stofnuð, störf barnaverndarnefnda. Ég legg til, herra forseti, að þessu frv. verði að umr. lokinni vísað til 2. umr. og hv. menntmn.