22.01.1970
Neðri deild: 41. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1251 í B-deild Alþingistíðinda. (1679)

25. mál, almannatryggingar

Frsm. (Guðlaugur Gíslason):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir, er flutt af hv. 9. landsk. þm. og er mjög einföld og veigalítil breyting á lögum um almannatryggingar. Frv. gerir ráð fyrir, að inn í 2. mgr. 56. gr. 1., sem fjallar um þær bætur, sem saman megi fara, inn í c-lið þessarar gr. komi örorkubætur. Í grg. með frv. segir svo, með leyfi forseta:

„Breyting sú, sem hér er lögð til, að gerð sé á 2. mgr. 56. gr. ofangreindra laga, er aðeins sú, að einstæð móðir, sem verður öryrki og hlýtur þar af leiðandi örorkubætur, missi ekki við það mæðralaun, en svo er nú eftir gildandi lögum.“

Heilbr.- og félmn. fékk þetta mál til athugunar og sendi það til umsagnar Tryggingastofnunar ríkisins, og mælir Tryggingastofnunin með, að frv. verði samþ., og er það einnig niðurstaða n. að mæla með, að þetta frv. verði samþ. óbreytt. Einn nm., hv. 9. þm. Reykv., var fjarverandi, þegar málið var afgreitt, en aðrir nm. leggja til, að það verði samþ. óbreytt.