16.03.1970
Neðri deild: 60. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1277 í B-deild Alþingistíðinda. (1703)

43. mál, Fjárfestingarfélag Íslands

Vilhjálmur Hjálmarsson:

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð. Við hv. 4. þm. Reykv., sem sæti eigum í fjhn. í þessari hv. d., höfum mælt með frv. í nál., en skrifum undir nál. með fyrirvara. Við töldum rétt að stuðla að því, að sú tilraun, sem felst í þessu frv., verði gerð, enda verði þá þessi samtök opin fyrir alla aðila. Till. um það er flutt af meiri hl. n., og hefur henni þegar verið lýst af hv. frsm.

Við erum andvígir því, að opinberir sjóðir gerist aðilar að þessum samtökum, og við flytjum hér brtt. á þskj. 411 um að fella burt úr frv. það ákvæði, sem heimilar opinberum sjóðum að kaupa hlutabréf í þessu væntanlega Fjárfestingarfélagi. Við lítum svo á, að þátttaka opinberra sjóða í slíkum félagsskap sé óeðlileg og ekki í samræmi við störf þeirra, eðli þeirra og tilgang. Höfum við því leyft okkur að bera fram þessa brtt.