06.04.1970
Neðri deild: 68. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1313 í B-deild Alþingistíðinda. (1763)

163. mál, gæðamat á æðardún

Pálmi Jónsson:

Herra forseti. Landbn. þessarar hv. d. hefur athugað frv. þetta um gæðamat á æðardún. Engar reglur eru til, er kveða á um gæðamat æðardúns og flokkun í verðflokka. Slíkar reglur er talið aðkallandi að setja, eins og fram kemur í bréfi frá Æðarræktarfélagi Íslands, sem prentað er sem fskj. með grg. þessa frv. N. sendi frv. þetta til umsagnar Búnaðarþings og mælti þingið einróma með samþykkt þess. Slík er og niðurstaða n. Nefndin mælir einróma með því, að frv. verði samþ.