15.01.1970
Neðri deild: 37. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1628 í B-deild Alþingistíðinda. (2094)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Út af því, sem hv. 9. þm. Reykv. sagði, að ég vildi vera að gera að einhverju aðalatriði ýmis formsatriði í þessu máli, þá vil ég aðeins láta þess getið, að það er ekki lítilfjörlegt formsatriði, hvenær og með hverjum hætti geigvænlegir mannskaðar eru kynntir þjóðinni. Ég hefði talið eðlilegt, að við fylgdum þar þeim háttum, sem tíðkazt hafa fram til þessa. Það hlýtur að vera hv. þm. hverjum og einum augljóst, að þó að þeim hætti hefði verið fylgt, að fylgja þeim siðum, sem við höfum haft í þessu efni, þá getur það ekki haft minnstu áhrif á þær hugsanlegu ráðstafanir, sem hægt yrði að gera, ef í mannlegu valdi stæðu, eins og hv. þm. komst að orði.