29.10.1969
Sameinað þing: 8. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1704 í B-deild Alþingistíðinda. (2156)

Starfshættir Alþingis

Forseti (BF):

Forseti vill taka fram út af fundartíma sameinaðs Alþingis, að samkv. tilmælum hefur það verið kannað meðal þm., hvort vilji væri fyrir því að færa tímann aftur til kl. 2. Virðist vera meiri hluti fyrir því meðal hv. þm. Hins vegar vill forseti benda á, að þetta getur þýtt, að það þurfi að boða til fleiri funda í Sþ. en verið hefur, og væntir forseti þess, að því verði þá tekið vel af hv. þm.