17.11.1969
Neðri deild: 15. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1714 í B-deild Alþingistíðinda. (2166)

Fréttir í hljóðvarpi og sjónvarpi

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Hv. þm. beindi til mín þeirri fsp., hvort ég hefði gefið fréttamönnum sjónvarps eða hljóðvarps einhver fyrirmæli um afstöðu þeirra til sannleikans, hvort sem hann væri á hreyfingu eða kyrrstæður. Ég vil aðeins segja það af þessu tilefni, að ég hef aldrei haft nokkur afskipti af fréttastarfsemi hljóðvarps eða sjónvarps og mun ekki hafa.