15.10.1969
Sameinað þing: 3. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1717 í B-deild Alþingistíðinda. (2172)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfs

Forseti (ÓB):

Mér hafa borizt eftirtalin bréf, í fyrsta lagi:

„Reykjavík, 15. okt. 1969.

Lúðvík Jósefsson, 4. þm. Austf., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi næstu vikur, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og, með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis, að óska þess, að 1. varamaður Alþb. í Austurlandskjördæmi, Helgi Friðriksson Seljan skólastjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fara fram í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Sigurður Bjarnason,

forseti neðri deildar.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Þar sem Helgi Seljan hefur ekki átt sæti á þingi á þessu kjörtímabili, fer fram á eftir rannsókn á kjörbréfi hans.

Þá hefur mér í öðru lagi borizt svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 16. okt. 1969.

Matthías Á. Mathiesen, 1. þm. Reykn., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi næstu vikur, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og, með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis, að óska þess, að sökum forfalla 1. varamanns Sjálfstfl. í Reykjaneskjördæmi taki 2. varamaður, Snæbjörn Ásgeirsson framkvstj., sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fara fram í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Sigurður Bjarnason,

forseti neðri deildar.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

En frá Oddi Andréssyni, 1. varamanni Sjálfstfl. í Reykjaneskjördæmi, hefur borizt svo hljóðandi bréf: „Vegna sérstakra anna heima fyrir get ég ekki tekið sæti á Alþingi í fjarveru Matthíasar Á. Mathiesen, 1. þm. Reykn.“

Þar sem Snæbjörn Ásgeirsson hefur ekki átt sæti á þingi áður, fer fram rannsókn á kjörbréfi hans.

Enn fremur hefur mér borizt svo hljóðandi bréf: „Reykjavík, 20. okt. 1969.

Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvstj. Sjálfstfl., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Samkv. beiðni Bjarna Benediktssonar forsrh., 1. þm. Reykv., sem er á förum til útlanda, leyfi ég mér, með skírskotun til 138. gr. 1. um kosningar til Alþingis, að óska þess, að varamaður hans, Geir Hallgrímsson borgarstjóri, taki á meðan sæti hans á Alþingi.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt. Sigurður Bjarnason,

forseti neðri deildar.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Geir Hallgrímsson hefur áður átt sæti á Alþ. á þessu kjörtímabili, og því þarf ekki að fara fram rannsókn á kjörbréfi hans.

Enn fremur hefur mér borizt svo hljóðandi bréf: „Reykjavík, 20. okt. 1969.

Pálmi Jónsson, 4. þm. Norðurl. v., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég vegna sérstakra anna heima fyrir mun ekki geta sótt þingfundi næstu vikur, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og, með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis, að óska þess, að 1. varamaður Sjálfstfl. í Norðurl. v., Eyjólfur Konráð Jónsson ritstjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt. Sigurður Bjarnason,

forseti neðri deildar.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Eyjólfur Konráð Jónsson hefur áður átt sæti á Alþ. á þessu kjörtímabili, og þarf því ekki að fara fram rannsókn á kjörbréfi hans.

Hins vegar vil ég leyfa mér að afhenda formanni kjörbréfanefndar eða öðrum, sem sæti á í kjörbréfanefnd, ef hann er ekki viðstaddur, þau tvö kjörbréf, sem rannsaka þarf, og mun ég gefa 10 mín. fundarhlé meðan kjörbréfanefnd rannsakar þessi kjörbréf. Fundi er frestað. — [Fundarhlé.]