27.10.1969
Sameinað þing: 7. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1720 í B-deild Alþingistíðinda. (2176)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Björn Fr. Björnsson):

Herra forseti. Ágúst Þorvaldsson, hv. 2. þm. Sunnl., hefur tilkynnt, að hann sakir sjúkleika geti ekki tekið þátt í þingstörfum næstu vikur, og hefur þess vegna óskað þess, að hans sæti taki á meðan á þinginu 1. varamaður Framsfl. í Suðurlandskjördæmi, Helgi Bergs verkfræðingur. Fyrir kjörbréfanefnd hefur legið læknisvottorð um sjúkleika Ágústs Þorvaldssonar.

Kjörbréfanefnd hefur ekkert haft að athuga við kjör varaþm. og leggur því til, að kjörbréfið verði samþ. og kosning þm. metin gild.