26.01.1970
Efri deild: 38. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1723 í B-deild Alþingistíðinda. (2186)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfs

forseti (JR):

Eftirfarandi bréf hefur borizt frá Þorvaldi Garðari Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Sjálfstfl.:

„Samkvæmt beiðni Axels Jónssonar, 4. þm. Reykn., sem nú er veikur, leyfi ég mér, með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis, að óska þess, að varamaður hans, Oddur Andrésson bóndi, taki á meðan sæti hans á Alþingi.

Virðingarfyllst,

Þorv. Garðar Kristjánsson.

Til forseta efri deildar.“

Ég leyfi mér hér með að bjóða Odd Andrésson velkominn til starfa hér í hv. þd.