19.12.1969
Sameinað þing: 28. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1733 í B-deild Alþingistíðinda. (2220)

Þinghlé

Ólafur Jóhannesson:

Ég vil í nafni okkar þm. þakka hæstv. forseta hlý orð og góðar óskir í okkar garð. Jafnframt vil ég leyfa mér að taka undir þakkir hans og árnaðaróskir til starfsliðs þingsins. Ég vil, og ég veit að ég mæli þar fyrir munn allra þm., þakka hæstv. forseta góða og réttláta fundarstjórn svo og gott samstarf á þeim starfstíma þingsins, sem af er. Ég óska honum og hans fjölskyldu allra heilla og gleðilegrar hátíðar. Ég vil biðja hv. þm. að staðfesta þessi orð mín og árnaðaróskir með því að rísa úr sætum. — [Þm. risu úr sætum.]