03.02.1970
Neðri deild: 53. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1734 í B-deild Alþingistíðinda. (2225)

Þinghlé

forseti (SB):

Þar sem þetta verður væntanlega síðasti fundur hv. d. fyrir þingfrestun og ég geri ekki ráð fyrir að mæta til þings þegar þing kemur saman að nýju, leyfi ég mér að þakka hv. þdm. langa og drengilega samvinnu við mig sem forseta, um 14 ára skeið. Um þá samvinnu á ég hugþekkar minningar einar.

Ég árna hv. þdm. og skylduliði þeirra velfarnaðar í lífi þeirra og starfi til blessunar landi og lýð. Jafnframt þakka ég skrifstofustjóra þingsins og öllu starfsliði ánægjulega samvinnu. Að lokum óska ég þess, að Alþ., sögufrægasta stofnun þjóðar vorrar, megi á ókomnum árum verða sú brjóstvörn íslenzks sjálfstæðis, sem það jafnan hefur verið í gegnum aldirnar.